Í dag laugardag, verður haldinn jólamarkaður í gamla Pakkhúsinu á Hofsósi sem standa mun á milli kl 13-16.

Lofað er góðri jólastemningu og glæsilegum varningi í alla staði. Í jólablaði Feykis var viðtal við Sigrúnu Indriðadóttur þar sem hún sagði frá markaðnum sem kominn er til að vera.

Síðastliðið sumar var þrisvar sinnum haldinn bændamarkaður á Hofsósi, þar sem bændur kynntu og seldu vörur sem þeir framleiða. Þetta tókst svo vel að ákveðið var að halda markað enn á ný.

Sjá einnig á feykir.is