Um helgina kepptu 12 krakkar frá Blakfélagi Fjallabyggðar á íslandsmóti í blaki í Mosfellsbæ.

Mótið var mjög stórt eða alls 16 félög tóku þátt. Stelpurnar fóru með 1 U12 lið og enduðu þær í 2 sæti og 1 U14 lið og urðu þær í 3 sæti en kepptu sem gestalið.

Strákarnir Eiríkur og Benóní spiluðu með sameiginlegu liði Þróttur nes/KA í U16 og höfnuðu í 3 sæti.

Myndir og heimild/Blakfélag Fjallabyggðar