Fundur í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra var haldinn 24. nóvember 2022 og þar var gerð eftirfarandi bókun.

Það er ljóst að ekki hefur verið lokið að fullu við gerð og frágang á nauðsynlegum hugbúnaði og skýrum leiðbeiningum vegna reglugerðar nr. 830/2022 um skráningarskylda starfsemi sem tók gildi 15. nóvember sl., t.d. kemst Heilbrigðiseftirlitið sem á að samþykkja skráningu, ekki inn í kerfið.

Til þess að komast hjá óþarfa óþægindum m.a. fjölda aðila sem hyggjast halda flugeldasýningar um land allt, óskar Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, eftir því að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku og loftslagsráðherra geri tímabundnar breytingar á reglugerðinni á meðan verið er að sníða framangreinda vankanta af.

Auðvelt væri að heimila heilbrigðisnefndum að fullgilda skráningu, með því verklagi að skráningin yrði send samtímis til Umhverfisstofnunar og þess sem óskar eftir að fá leyfi og eða skráningu fyrir t.d. flugeldasýningu.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra veitir heilbrigðisfulltrúa heimild til þess að fullgilda skráningar sbr. reglugerð 830/2022 um skráningaskylda starfsemi.