Jólatónleikar Karlakórs Fjallabyggðar verða haldnir þann 2. desember 2023. Karlarnir fá til liðs við sig Kvennakórinn Sölku frá Dalvík og munu kórarnir syngja bæði saman og í sitthvoru lagi jólalög úr ýmsum áttum.

Tónleikarnir verða haldnir í Siglufjarðarkirkju og hefjast klukkan 20.

Aðgangseyrir er 2.500 kr. og 1.000 kr. fyrir 13 ára og yngri. Athugið að enginn posi verður á staðnum.

Meðleikari: Hörður Ingi Kristjánsson
Stjórnendur: Edda Björk Jónsdóttir og Mathias Spoerry.


Aðsent