Hakkabuff

 • 800 gr. blandað hakk (gott er að nota einn bakka af nautahakki og einn af svínahakki og blanda saman)
 • 1 dl vatn
 • 1 egg
 • 1 msk kartöflumjöl
 • 2 tsk þurrkað timjan
 • 1 tsk þurrkað rósmarín
 • salt
 • pipar

Rjómasósa

 • 3 dl kjötkraftur (vatn og teningur eða fljótandi kraftur)
 • 3 dl rjómi
 • 1 msk rifsberjahlaup
 • sojasósa
 • salt
 • pipar
 • Maizena-sósuþykkir

Blandið hráefninu í hakkabuffið vel saman og mótið stóran bolta úr buffinu. Hitið olíu á pönnu, setjið buffið á pönnuna og fletjið það út. Skiptið buffinu í sneiðar og steikið á báðum hliðum. Buffið þarf ekki að vera steikt í gegn því það mun sjóða í sósunni. Blandið hráefninu í sósuna og bætið því á pönnuna. Leyfið að sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Smakkið sósuna til, bætið ef til vill meiri sojasósu, sultu eða setjið smá kraft út í. Þykkið sósuna með Maizena.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit