Uppskeruhátíð Tónlistarskólans á Tröllaskaga var haldin í Ólafsfjarðarkirkju í gær, fimmtudaginn 14. mars.

Þar komu fram nemendur úr öllum byggðarkjörnum skólans, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði.

Nemenur stóðu sig með prýði og voru 4 atriði valin til að tala þátt í tónlistakeppninni Nótunni sem fram fer í apríl næstkomandi, einn nemandi frá Fjallabyggð og þrír frá Dalvíkurbyggð.

Nemandinn frá Fjallabyggð er Jakob Örn Hvanndal frá Siglufirði og honum er margt til lista lagt, æfir hann bæði söng og dans.

Jakob Örn Hvanndal

Myndir/Inga Benediktsdóttir