Uppnám er meðal Íslendina á Ensku ströndinni á Gran Canaria.

Fyrir tæpri viku síðan var Íslendingur fluttur alvarlega veikur af COVID-19, á gjörgæslu í Las Palmas.

Hann hafði dvalist í um viku á Gran Canaria þegar hann var fluttur á sjúkrahús og mun hafa umgengist íslenska hópinn náið á þeim tíma.

Staðfest frétt var að berast um að annar Íslendingur hafi einnig verið lagður inn á gjörgæslu í Las Palmas.

Íslendingasamfélagið á Gran Canaria er mjög þétt samfélag sem stundar sömu staðina og er hætt við að Covid-19 gæti hafa smitast víða meðal þeirra. Á Gran Canaria dvelja margir Íslendingar af heilsufarsástæðum og eru því í áhættuhópi.

Trölli.is mælir með að þeir sem vilja fylgjast nánar með gangi mála og leita sér upplýsinga hvernig er hægt að komast í COVID-19 sýnatöku á Ensku ströndinni í Maspalomas, fylgist með facebooksíðunni Heilsan á Kanarí.

Mynd/Andri Hrannar Einarsson