Vídeóval á Siglufirði opnaði nýja og glæsilega sjoppu að Túngötu 11 kl. 14:00 á skírdag. Um leið og opnað var fylltist sjoppan út úr dyrum af viðskiptavinum og allmargir tylltu sér niður og borðuðu ís og kruðerí.

Sú nýjung sem mesta athygli vakti var ný ísvél og ísborð fullt af girnilegu góðgæti með ísnum. Gott vöru úrval er í Vídeóval og verða frekari nýungar kynntar áður en langt um líður.

Opið verður um páskanna frá kl. 14:00 – 23:00. Sumaropnun verður auglýst síðar.

Sigrún Björnsdóttir eigandi Vídeóvals

 

Besti ísinn á Siglufirði sögðu þessir ungu menn

 

Góð aðstaða er fyrir viðskiptavini til að tylla sér niður

 

Vídeóval er til húsa að Túngötu 11

 

Svala Júlía Ólafsóttir að afgreiða enn einn ísinn