Eins og margir vita voru götur og hús skreytt á Siglufirði í tilefni Síldarævintýris 2019.

Umræður um hvort skreyta ætti hverfi og skipta Siglufirði í litaþemu stóð í margar vikur í samfélaginu. Nokkrar úrtöluraddir heyrðust, þar sem einhverjar neikvæðar raddir töldu fáránlegt að apa þessar litaskiptingar eftir öðrum bæjum.

Það var því útilokað að gera sér í hugarlund fyrirfram hvort nokkrir íbúar myndu yfirleitt skreyta hjá sér, og hvort litaþemu gætu gengið.

Ákveðið var að skipta Siglufirði í fjögur litahverfi, gult, rautt, grænt og blátt.

Það er skemmst frá því að segja, að íbúar Siglufjarðar fóru margfalt fram úr björtustu vonum þeirra sem skipulögðu hverfaskiptinguna.

Myndast hafa meiri tengsl milli nágranna, og þótt Siglfirðingar heilsist yfirleitt á förnum vegi, má greina hlýrri tón í þeim kveðjum eftir helgina.

Ljósmyndari Trölla fór um hverfin og tók meðfylgjandi myndir, en ekki reyndist unnt að mynda öll fallega skreyttu húsin. Þau voru einfaldlega svo mörg að tekið hefði marga daga mynda þau öll.

Sjá einnig frétt: Sigurvegarar í skreytingum á Síldarævintýrinu á Sigló

 

Blára heitir þessi dúkka og býr út á Hvanneyrabraut

 

.

 

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.