Í gærkvöldi var upplýst niðurstaða fimm manna nefndar sem dæmdi um hverfaskreytingarnar á Siglufirði í tilefni Síldarævintýrisins um verslunarmannahelgina. Þátttaka bæjarbúa í skreytingum var mjög góð, reyndar svo góð að starf nefndarinnar var afar erfitt.

Í dómnefndinni voru: Magnús Magnússon, Daníel Pétur Baldursson, Ólafur Kárason, Halldóra Guðjónsdóttir og Aldís Ólöf Júlíusdóttir.

Niðurstaðan var eftirfarandi:

Best skreytta hverfið: Rauða hverfið,

Skemmtilegasta skreytingin: Hvanneyrarbraut 60, í bláa hverfinu, Guðmundur Óli Sigurðsson og Hrafnhildur Gígja Magnúsdóttir,

Frumlegasta skreytingin: Hólavegur 3, í græna hverfinu, Skúli Jónsson og fjölskylda,

Efstu þrú sætin í keppninni um flottustu skreytinguna:

1. sæti: best skreytta húsið, Hlíðarvegur 31, í bláa hverfinu, Hörður Þór Hjálmarsson og Ásdís Eva Baldvinsdóttir,

2. sæti: Túngata 18, í gula hverfinu, Garðar Hvitfeld Jóhannesson og Guðný Helga Kristjánsdóttir,

3. sæti: Norðurtún 15, í rauða hverfinu, Björn Jónsson og Helena Dýrfjörð.

Hvanneyrabraut 60

 

Hólavegur 3

 

Hólavegur 3

 

Hlíðarvegur 31

 

Hlíðarvegur 31

 

Túngata 18

 

Norðurtún 15

 

Hörður Þór Hjálmarsson og Ásdís Eva Baldvinsdóttir vori í 1. sæti fyrir best skreytta húsið

 

Í dómnefndinni voru: Magnús Magnússon, Daníel Pétur Baldursson, Ólafur Kárason, Halldóra Guðjónsdóttir og Aldís Ólöf Júlíusdóttir.

Ólafur Kárason las upp niðurstöðurnar á bryggjusöngs-hátíð sem fram fór við smábátahöfnina á Siglufirði í gærkvöldi. Hann þakkaði öllum bæjarbúum fyrir góða þátttöku í því að endurreisa Síldarævintýrið og sagði það komið til að vera.