Veður hefur verið afspyrnuslæmt í dag í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Blint, og mikill skafrenningur.

Sem betur fer hafa ekki orðið alvarleg óhöpp í umferðinni, en tilkynnt var um útafakstur á þjóðvegi 1, um Langadal nú í kvöld.

Engin meiðsl urðu á ökumanni eða farþegum við óhappið. Var bifreið ferðalanganna dregin upp á veg með dráttarbifreið og gátu þeir þá haldið áfram ferð sinni en bifreiðin var lítið skemmd.

Gaf ökumaður þá skýringu að fyrir bifreið hans hefði hlaupið “arctic fox” og hann fipast við það. Á myndinni má sjá hvernig aðstæður voru á vettvangi.

 

Mynd: Lögreglan á Norðurlandi vestra