22. þjóðlagahátíð á Siglufirði hófst í gær á yndislegum sólardegi, tónlistarmenn og sjálfboðaliðar settu líflegan svip sinn á bæinn.

Gunnsteinn Ólafsson stjórnar þessu öllu sem endranær og hefur ansi margt á sinni könnu.

Næstu daga verða 17 tónleikar, 3 ókeypis námskeið og þjóðlagaakademía.

Dagskrá hátíðarinnar í dag, fimmtudagur 7. júlí er eftirfarandi.


Siglufjarðarkirkja kl. 17.15-18.00
Barnatónleikar – Dúó Stemma. Aðgangur ókeypis.

Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari
Steef van Oosterhout slagverksleikari

Siglufjarðarkirkja kl. 20.00-21.00
Tríó Sól – Verk eftir Zoltán Kodály, Mort Garson og þjóðlagaútsetningar eftir Gunnar Haraldsson.

María Emilía Garðarsdóttir fiðla
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir fiðla
Þórhildur Magnúsdóttir víóla
Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Bræðsluverksmiðjan Grána kl. 21.30-22.30
Frá skosku hálöndunum

Ruth Wall harpa, Skotlandi
Graham Fitkin body percussion, Skotlandi
Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Siglufjarðarkirkja kl. 23.00-24.00
Tvíund – Frumsamið efni

Guðrún Edda Gunnarsdóttir söngkona og raftónskáld
Ólöf Þorvarðsdóttir fiðluleikari

Tónleikapassi eða miðar á staka tónleika.

Nánar um tilboð og afsláttarkjör.