Orange Chicken

  • 900 gr kjúklingabringur
  • 2 eggjahvítur
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk sykur
  • 2 bollar maísmjöl
  • 5 bollar olía (vegetable oil) til að steikja í

Skerið kjúklingabringurnar í ca 1,5 cm bita og leggið til hliðar. Hrærið vel saman eggjahvítum, salti og sykri í skál og bætið kjúklingabitunum í skálina.  Hitið olíuna í potti upp í 175-190 gráður (eða hitið olíuna bara vel við hæsta hita). Setjið maísmjölið í hreinan plastpoka og bætið marineruðu kjúklingabitunum út í. Hristið vel þannig að maísmjölið þeki kjúklingabitana.  Djúpsteikið kjúklingabitana í smáum skömmtum í einu þar til þeir verða gylltir á lit. Það tekur um 2-3 mínútur.

Þegar kjúklingabitarnir eru tilbúnir eru þeir veiddir upp úr pottinum og lagðir á disk klæddan eldhúspappír. Endurtakið með restina af bitunum.

Hitið sósuna (tæplega hálf flaska fyrir þessa uppskrift) í víðum potti og leyfið henni að sjóða við vægan hita í nokkrar mínútur. Hrærið reglulega í pottinum. Bætið djúpsteiktu kjúklingabitunum út í og hrærið vel þannig að þeir hjúpist af sósunni.  Berið fram með hrísgrjónum og salati.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit