Íbúar Húnaþings vestra leita margvíslegra leiða til að skemmta sér og  öðrum í úrvinnslusóttkvínni. 

Í gær kom á samfélagsmiðlana skemmtilegt myndband þar sem nokkrir félagar sem oft koma saman til að spila og syngja fundu leið með hjálp tækninnar til að halda því áfram þrátt fyrir sóttkví.  Sjá myndband hér.

Myndmenntakennarinn Auður Þórhallsdóttir (Auja) í grunnskóla Húnaþings vestra teiknaði skemmtilega mynd, fyrir  börn og fullorðna, sem hægt er að prenta út og lita.