Húnaþing vestra er fullt af tónelsku fólki sem kemur oft saman til að spila og syngja. Nú þegar allt sveitafélagið er í sóttkví voru góð ráð dýr, en það fannst þó lausn á vandanum með hjálp tækninnar.

Í gær kom upp sú hugmynd að taka upp lag í sóttkví. Fyrst tók Aðalsteinn upp píanó, sendi það á Kidda sem tók upp sönginn með símanum sínum.

Þar næst tók Silli við og setti saman píanó og söng og sendi það á Gumma sem tók upp gítar með símanum sínum.

Eftir það tók Silli við keflinu, trommaði með. Kiddi púslaði öllu saman og vistaði á YouTube.

Þau deyja ekki ráðalaus í Húnaþingi vestra.