Á fundi sem Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar og Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar áttu með fulltrúum Vegagerðarinnar á Akureyri þriðjudaginn 29. janúar 2019 kom meðal annars fram að ekki er gert ráð fyrir fjármagni til þess að færa skíðalyftu og skála á skíðasvæðinu í Skarðsdal en Fjallabyggð taldi að það væri búið að samþykkja það.

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 5. febrúar var lögð fram samantekt af fundi bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar við fulltrúa Vegagerðarinnar um málefni Vegagerðarinnar í Fjallabyggð. Rætt var um stöðu á þjónustusamningi í brunavarnaráætlun Fjallabyggðar, miðbæjarskipulag á Siglufirði, yfirlagnir á þjóðvegi í þéttbýli, efnistöku vegna burðarlaga í Skarðsveg, vindmæli á Saurbæjarás og útboð vegna efnisvinnslu á ofaníburði í Ólafsfirði.

 

 

Skjáskot: af vef Fjallabyggðar