Fréttaritar Trölla.is, þau hjónin Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason dvelja hluta úr ári á Gran Canaria. Þau búa í helli sem þau eiga í Angostura gljúfri ásamt 25.000 fm landi í fjöllunum fyrir ofan bæinn Vecindario.

Í gær var tíundi dagur í útgöngubanni hjá okkur hjónum og gekk hann vel fyrir sig.

Á tíuna degi útgöngubannsins og algjörrar einangrunar okkar hjónakorna var farið í steinatínslu hér í gljúfrinu.

Þar sem við höfum orðið villihunda vör hér að undanförnu þá var ákveðið að Gunnar Smári færi einnig með mér í göngutúr, en á bílnum.

Ég gekk og hann kom á eftir og tíndi grjótið upp í bílinn sem ég hafði safnað saman meðfram veginum.

Úr þessu varð hinn skemmtilegasti dagur og sýnum við frá því og þessu fallega umhverfi sem við lifum og hrærumst í.

Sjá fyrri fréttir og myndbönd: HÉR