Í kvöld fimmtudaginn 27. febrúar stendur Siglfirðingafélagið fyrir myndasýningu sem Gunnar Trausti stýrir.

Verða meðal annars sýndar myndir Hafliða Guðmundssonar kennara og Hannesar Baldvinssonar.

Sýrópskökur og annað góðgæti frá Elínu og Kobba í Aðalbakarí verður á boðstólnum.

Myndasýningin verður í Breiðfirðingabúð, kl. 20:00, Faxafeni 14 Reykjavík.