Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir.

Mér var brugðið við að sjá þessa mynd á mbl sagði Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir forstjóri Primex Iceland á facobook síðu sinni í gær.

Starfsemi Primex Iceland síðustu misseri hefur orðið fyrir töluverðu raski. Mikilvægur hluti af okkar markaðsstarfi eru fagsýningar erlendis og hafa þær skiljanlega stöðvast.

Fyrsti viðburðurinn sem var aflýst hjá Primex Iceland var að taka þátt í Neutraceutials sýningunni í IFEMA höllinni í Madrid, sem fram átti að fara 4. og 5. mars. Sýningarhöllinni hefur nú verið breytt í spítala eins og má sjá á þessari áhrifaríku mynd.

Sagði hún að í þessari sýningarhöll í Madrid höfum við hjá Primex Iceland staðið ár hvert glöð og stolt að kynna íslenskar náttúruafurðir framleiddar á Siglufirði.

En í dag er þetta blákaldur veruleikinn sem minnir okkur á hversu mikils virði það er að fara varlega og halda sig heima.

Til þess að gera það sem í okkar valdi stendur til að draga úr smitum þá höfum við starfsfólkið í Primex dreift okkur á fimm mismunandi staði auk þess að keyra verksmiðju fyrirtækisins á tveimur vöktum sem ekki mætast við vaktaskipti.

Við missum þó aldrei gleðina, við vitum að þetta er ástand sem gengur yfir. Förum varlega elskurnar og berum virðingu fyrir þeim sem eru viðkvæmir fyrir þessari óveiru sagði Sigríður Vigdís að lokum.

Forsíðumynd af IFEMA höllinni í Madrid: El Mundo