Í stuttum frönskum heimildaþætti, sem sýndur var á frönsku sjónvarpsstöðinni Arte, er fjallað um áhrif kórónuveirunnar á heiminn má sjá innslag frá Frökkum staðsettum í Los Angeles, Aþenu, Nýju Dehli, Lille og DALVÍK.

Í innslögunum fjalla viðmælendur í stuttu máli um hver áhrif veirunnar eru á hverjum stað fyrir sig og hvernig baráttunni við veiruna er háttað. Lea Gestsdóttir Gayet (Gests Matthíassonar) var beðin um að senda inn myndband og útskýra hvaða megin breytingar hafa orðið á okkar daglegu venjum síðan veiran kom hingað til lands. 

Skíðasvæðið, Efstakot og Miðkot, sundlaugin og börn að renna í Brimnesbrautinni eru meðal þess sem sjá má í innslaginu.
Mikill meirihluti okkar skilur kannski ekki frönskuna en við þekkjum umhverfið afar vel. 

Við mælum með að þið takið ykkur tíma og njótið! 

Myndbrotið frá Dalvík hefst á 4:36 og það má finna hér.