Lyftingamenn stilla sér upp fyrir lyftingu

Trölli.is birtir öðru hverju gamlar fréttir af vefnum Siglo.is. Hér kemur frétt frá 17. september 2010, Bergþór Morthens ritaði texta og lagði til myndir.

Búið að lyfta Rauða húsinu

Búið er að lyfta rauða húsinu við smábátahöfnina og hækkaði húsið um heila 50 cm.

Framkvæmdin gekk mjög vel og lentu starfsmenn Rauðku ekki í teljandi vandræðum með verkið, enda búið að undirbúa það mjög vel.

Það er mikil framkvæmd að lyfta húsi í heilu lagi og ekki laust við að púlsinn hafi hækkað örlítið hjá mönnum þegar að byrjað var að tjakka húsið upp.

Þetta gekk þó allt saman að óskum og húsið komið í ákjósanlega hæð.

Loksins var nægileg lofthæð fyrir Gumma (Guðmundur Eggertsson)

 

Þetta var mikil og vandasöm framkvæmd

 

Vefmyndavélin sýnir hér húsið fyrir lyftingu

 

Hér má sjá húsið frá sama sjónarhorni eftir hækkun

 

Kærkomin kaffipása hjá vöskum starfsmönnum sem lyftu heilu húsi