Margir setja sér markmið um áramótin og oft á tíðum er það til að bæta lífsstíl sinn á einhvern hátt.

Hver þekkir ekki reykingamann sem gefur sér það áramótaheit að hætta að reykja.

í dag gefst þeim sem vilja hætta að reykja kostur á hjálp frá vefsíðunni Reyklaus.is

Margir velja áramótin til að hætta að reykja

Síðan veitir þeim tækifæri til að fá stuðning og aðstoð við að hætta að reykja. Þetta er ókeypis, gagnvirk, nettengd þjónusta.

Á síðunni eru upplýsingar um leiðir til að hætta að reykja og gefin tækifæri til að taka ýmis próf.

Einnig er hægt að skrá sig á síðuna og fá þá sendan einstaklingsmiðaðan stuðning í tölvupósti, aðgang að dagbók, gestabók og umræðuvettvang þar sem hægt er að deila reynslu sinni og fengið stuðning frá öðrum sem eru í sömu aðstæðum.

Hringdu í Reyksímann 800 6030 eða sendu póst á reyklaus@reyklaus.is ef þig vantar frekari aðstoð.


Myndir: pixabay