Tekið fyrir að nýju mál vegna lausagöngu katta á 266. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar, nefndin samþykkti á síðasta fundi sínum að banna lausagöngu katta á tímabilinu frá 1. maí til 15. júlí ár hvert í bæjarfélaginu.

Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til nefndarinnar á fundi sínum þann 17. mars sl.

Einnig lagt fyrir fundinn erindi Kristjáns Ragnars Ásgeirssonar dagsett 5. mars þar sem fyrirhuguðu banni við lausagöngu katta var mótmælt.

Nefndin leggur til að 11. gr samþykktar um kattahald verði breytt þannig að hún verði svohljóðandi:
Eigendum katta ber skylda til þess að taka tillit til fuglalífs á varptíma, frá 1. maí til 15. júlí, og er lausaganga katta bönnuð á þeim tíma.

Samþykkt með þremur atkvæðum, þeirra Brynju Ingunnar Hafsteinsdóttur, Helga Jóhannssonar og Nönnu Árnadóttur, Hjördís Hjörleifsdóttir sat hjá og Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir greiddi atkvæði á móti.

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

  1. gr samþykktar um kattahald verður skerpt með dagsetningu á bjöllunotkun og takmörkun á lausagöngu katta. Þessu yrði svo fylgt eftir með auglýsingu og bréfum til kattareigenda.
  2. greinin yrði útvíkkuð þannig að heimilt væri að handsama bjöllulausa ketti að undangengnu samþykki heilbrigðisnefndar.