Þá fer að styttast í annan endann á kynningu á öllum löndunum sem hafa tekið þátt í Eurovision og í þessari viku verður fjallað um Balkanskagalöndin og fyrrum Júgóslavíu.
Þið búið ykkur undir Balkanskagaballöðuþátt með hressum lögum inn á milli. Hver man ekki eftir Doris Dragović, Željko Joksimović og Danijelu svona til að nefna nokkur nöfn?
Þetta verður nostalgíugleðisprengja í rólegri kantinum.

Gleðibanki Helgu er útvarpsþáttur þar sem allt snýst um Eurovision og er hann alla föstudaga kl. 13:00-15:00 á Trölli FM 103.7 og á www.trolli.is.
Eins er hægt að fara inn á heimasíðu Trölla til að hlusta á gamla þætti sem þið hafið misst af eða viljið hlusta á aftur (veljið þá flipann “FM Trölli”).