Síðustu tvo daga voru 1300 manns af Norðurlandi bólusett gegn COVID-19 í Slökkvistöðinni á Akureyri

Skipulagið í kringum þetta var með þeim hætti að starfsfólk HSN og Slökkviliðs Akureyrar héldu utan um hlutina innandyra en lögreglan ásamt björgunarsveitinni Súlum á Akureyri sáu um umferðarstjórnina utandyra.

Allt gekk þetta mjög vel fyrir sig og það er ekki síst vegna þess að allir sem mættu í bólusetningu fylgdu leiðbeiningum í hvívetna og létu almennt vel að stjórn.

Mynd / Lögreglan á Norðurlandi eystra