Sæludalur heitir fyrsta lagið sem hljómsveitin Slagarasveitin kynnir til sögunnar en sveitin hefur verið í hljóðveri í sumar og eru fleiri lög væntanleg.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru:
Valdimar Gunnlaugsson söngur,
Geir Karlsson bassi,
Skúli Þórðarson trommur,
Ragnar Karl Ingason kassagítar,
Stefán Ólafsson kassagítar.

Gestaspilarar í Sæludal eru:
Eyþór Logi Ágústsson rafmagnsgítar og Helgi Hannesson á hammondorgel.

Lag og texti eru eftir Ragnar Karl Ingason og upptökur annaðist Halldór Ágúst Björnsson.

Lagið er komið í spilun á FM Trölla, og það má einnig finna á Spotify og Youtube.

Slagarasveitin á ættir sínar að rekja til Hvammstanga þar sem flestir meðlimir hljómsveitarinnar eru fæddir og uppaldir. Hljómsveitin var stofnuð árið 1986 en frá þeim tíma hefur hún starfað með misjafnlega löngum hléum en áhuginn, krafturinn og gleðin eru alltaf til staðar.

Þeim sem hafa áhuga á því að fylgja Slagarasveitinni eftir er bent á Facebooksíðu sveitarinnar.

 

 

Aðsent.