Fiskur í karrý með tómötum og eggjum – uppskrift fyrir 5-6

  • um 800 g þorskur
  • 6-8 msk smjör
  • um 1 msk karrý
  • sítrónupipar
  • salt
  • 4 egg
  • 2 stórir tómatar

Skerið fiskinn í bita og steikið í smjöri. Kryddið með karrý, sítrónupipar og salti.

Harðsjóðið eggin. Hakkið eggin og tómata og setjið yfir fiskinn á pönnunni.

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit