Leki er á stofnlögn hitaveitu á Höfðaströnd nokkru sunnan við Höfða. Til að viðgerð geti farið fram mun þurfa að loka fyrir rennsli í dag, miðvikudaginn 22. nóvember.

Vinnan mun hefjast um kl. 10 og standa fram eftir degi. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Höfða og innúr, það er að Neðra-Ási og Viðvík og einnig á Hofsósi.