Reglulega berast beiðnir frá nefndasviði Alþingis um umsagnir um þingmál.

Áhersla er lögð á það hjá sveitarstjórn Húnaþings vestra að veita umsagnir um þau mál er sveitarfélagið varðar og eru þær jafnan bókaðar í fundargerðir byggðarráðs. Allar umsagnir sem veittar eru birtast á vef Alþingis undir viðkomandi máli.

Til hægðarauka fyrir þau sem vilja kynna sér umsagnir sveitarfélagsins eru þær einnig birtar á heimasíðu þess.

Á  Samráðsgátt stjórnvalda eru birt áform um lagasetningar og drög að ýmsum stefnum hins opinbera. Þar getur hver sem er veitt umsögn um mál. Sveitarstjórn leggur einnig kapp á að vakta þau mál sem þar eru birt og veita umsagnir um þau sem sveitarfélagið varðar. Þær umsagnir eru aðgengilegar hjá viðkomandi máli á gáttinni en eru einnig birtar á sömu síðu og umsagnir um þingmál