Dumlekökur í ofnskúffu (uppskriftin gefur um 50 kökur)

  • 300 g smjör, við stofuhita
  • 3 dl sykur
  • 2 msk vanillusykur
  • 3 tsk lyftiduft
  • 3 mak sýróp
  • 7,5 dl hveiti
  • 2 pokar Dumle karamellur (samtals 240 g), hakkaðar

Hitið ofninn í 175° og klæðið ofnskúffu með bökunarpappír. Hnoðið öll hráefnin, fyrir utan Dumle karamellurnar, saman í deig og þrýstið því í ofnskúffuna þannig að það verði jafn þykkt og fylli út í hana. Stráið hökkuðum Dumle karamellum yfir. Bakið 10-12 mínútur, þar til kanntarnir hafa fengið gylltan lit. Látið kólna og skerið síðan í bita.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit