Kynntar hafa verið aflatölur í Fjallabyggðarhöfnum til og með 28. febrúar með samanburði við fyrra ár.

Á Siglufirði hefur verið landað 2756 tonnum í 79 löndunum en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 1710 tonnum í 34 löndunum.

Á Ólafsfirði hefur verið landað 3 tonnum í 5 löndunum, á sama tímabili í fyrra var landað 1 tonni í 1 löndun.