Mánudaginn 8. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Hátíðin var haldin í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri.

Þær Hanna Valdís Hólmarsdóttir og Katrín Hugljúf Ómarsdóttir tóku þátt fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar og stóðu sig báðar mjög vel og voru skólanum til sóma. Sjá frétt. HANNA VALDÍS OG KATRÍN HUGLJÚF TAKA ÞÁTT Í STÓRU UPPLESTRARKEPPNINNI

Svo fór að Hanna Valdís lenti í þriðja sæti keppninnar. Er Hönnu Valdísi óskað til hamingju með árangurinn og þeim báðum fyrir glæsilega frammistöðu á vefsíðu Grunnskóla Fjallabyggðar.

Mynd/ Grunnskóli Fjallabyggðar