Á dögunum var gerð könnun meðal foreldra nemenda við Menntaskólann á Tröllaskaga sem eru yngri en 18 ára og þeir spurðir út í eitt og annað sem viðkemur skólastarfinu.

Slíkar kannanir hafa verið gerðar annað hvert ár undanfarinn áratug og eru hluti af sjálfsmati skólans. Könnunin var lögð fyrir foreldra jafnt stað- sem fjarnema, eru þeir tæplega 40 talsins, og var svarhlutfall 50%.

Niðurstöðurnar eru mjög ánægjulegar og sýna m.a. að foreldrar telja Menntaskólann á Tröllaskaga góðan skóla og bera mikið traust til hans.

Einnig kemur fram að samskipti við starfsfólk skólans séu góð, foreldrar telja að námsfyrirkomulag það sem viðhaft er í skólanum, þ.e. vikulotur, henti nemendum vel og allflestir foreldrar upplifa að nemandinn fái nám við hæfi og líði vel í skólanum.

Nánari niðurstöður má sjá hér: https://www.mtr.is/is/skolinn/skyrslur

Mynd/Gísli Kristinsson