Þrír leikir voru í 3. deild karla laugardaginn 14. júlí. Frekar úrslit voru á Ólafsfirði þar sem KF valtaði yfir KFG á síðustu 25 mínútunum eða svo.

KFG jafnaði metin í 2-2 á 60. mínútu en þá tók Björn Andri Ingólfsson málin í sínar hendur. Hann kom KF yfir á 67. mínútu og bætti við þremur mörkum til viðbótar áður en leiknum lauk. Þess má geta að Björn Andri var aðeins með eitt mark í meistaraflokki fyrir leikinn gegn KFG í dag samkvæmt heimasíðu KSÍ.

Lokatölur 6-2 fyrir KF gegn KFG sem gat komist einu stigi frá toppliði Dalvíkur/Reynis með sigri.

Hér koma nokkrar myndir sem Guðný Ágústsdóttir tók af leiknum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir: Guðný Ágústsdóttir
Frétt: Fótbolti.net