Hjónin, Heiðrún Ingólfsdóttir og Einar Ingvi Andrésson.

Snævar Jón Andrjesson er ungur Siglfirðingur sem nú stundar nám í guðfræði við Háskóla Íslands, mun hann útskrifast sem guðfræðingur í desember. Hann er sonur þeirra hjóna, Jónínu Brynju Gísladóttur og Jóns Andrjesar Hinrikssonar. Snævar hefur starfað um árabil við útfaraþjónustu hjá Útfaraþjónustu Kirkjugarðanna, í dag starfar hann hjá Vídalínskirkju í Garðabæ.

Laugardaginn 14. júlí var hann með sína fyrstu athöfn í Siglufjarðarkirkju er hann gaf saman æskuvin sinn Einar Ingva Andrésson og Heiðrúnu Ingólfsdóttur. Athöfnin var virkilega falleg og skemmtileg.

Það var mikið hlegið, enda var athöfnin bæði hátíðleg og skemmtileg

 

Hjónin að lokinni athöfn á leið út úr Siglufjarðarkirkju.

 

Hjónin með börnunum sínum.

Trölli.is óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason