Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. nóvember nk. Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með ríflega 200 nemendur og starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólaakstur er milli byggðarkjarna. Í skólanum er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og unnið gegn einelti skv. Olweusaráætlun. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/

Í Fjallabyggð búa um 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is
Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af dugnaði og atorku samkvæmt gildandi fræðslustefnu, með virðingu, metnað og gleði að leiðarljósi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við
 • fræðslustefnu sveitarfélagsins, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla.
 • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
 • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
 • Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagins.
 • Hafa umsjón með daglegu starfi í Frístund sem er samþætt frístundastarf skólans, íþróttafélaga og tónlistarskólans í klukkustund að loknum skóladegi nemenda í 1.- 4.bekk, í samvinnu við deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála sem er ábyrgðaraðili Frístundar.
 • Bera ábyrgð á og hafa umsjón með Lengdri viðveru sem er skólavistun nemenda í 1.-4.bekk að lokinni Frístund til kl. 16.00 á starfstíma skóla.

Menntunar- og hæfnikröfur:

 • Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
 • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða eða farsæl stjórnunarreynsla.
 • Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
 • Vilji til að taka þátt í þróun skólastarfs samkvæmt nýrri fræðslustefnu Fjallabyggðar.
 • Hæfni í samskiptum, jákvæðni og metnaður.
 • Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
 • Hrein sakaskrá.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ).
Næsti yfirmaður er deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst nk. Umsóknum skal skila á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum 2 umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi. Umsækjandi þarf að veita leyfi til upplýsingaöflunar úr sakaskrá.
Upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is til 25. júlí en eftir það veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála upplýsingar í síma 464 9100 og 844 5819 eða í gegnum netfangið rikey@fjallabyggd.is 
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur áskilinn til að hætta við ráðningu og/ eða auglýsa stöðuna að nýju.

Frétt: Fjallabyggð