Norsk stjórnvöld leggja árlega fram fjármagn til norsks-íslensks menningarsamstarfs.

Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi milli Noregs og Íslands. Þau sem starfa á sviði lista og menningar í Noregi og á Íslandi geta nú sótt um styrki til fjölbreyttra samstarfsverkefna á sviði menningar sem skapa tengsl milli listamanna, þeirra sem starfa við menningarmál og menningarstofnana í báðum löndum.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrkina og er umsóknafrestur til 2. desember nk.

Norska menningarráðið (Norsk kulturråd) og mennta- og menningarmálaráðuneyti taka umsóknirnar til umfjöllunar.

Umsóknareyðublö ð má nálgast á vef Norska menningarráðsins. Æskilegt er að umsóknir séu skrifaðar á norsku, dönsku, sænsku eða ensku.

• Nánar um fyrirkomulag styrkjanna
• Vefur norska menningarráðsins
• Umsóknareyðublað