Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 12. mars var staðfest ný gjaldskrá fyrir Félagsheimilið Hvammstanga.

Í nýju gjaldskránni eru gjaldskrárliðir sameinaðir en ekki er um gjaldskrárhækkun að ræða.

Bætt er við heimild um afsláttarkjör vegna verkefna í samfélagsþágu og þar eru sérstaklega tiltekin verkefni sem snúa að börnum, ungu fólki og eldri borgurum.

Gjaldskrá Félagsheimilisins Hvammstanga er að finna hér.