Trölli.is sagði frá því á dögunum að 38 ungmenni frá Fjallabyggð fóru á Söngkeppni Samfés sem haldin var í Laugardalshöll um liðna helgi. Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sendi hljómsveitina „Ronja og ræningjarnir“ sem

flutti lagið Back to Black, sem Amy Winehouse gaf út á sínum tíma. Stóð hljómsveitin sig með prýði og allur hópurinn skemmti sér mjög vel enda höfðu þau margt skemmtilegt fyrir stafni, þau fóru á ball á föstudagskvöldið, í Smáralindina og trampólín garð svo eitthvað sér nefnt.

SamFestingurinn er án efa stærsti vímulausi viðburðinn af þessu tagi sem haldinn er á Íslandi.

 

 

Myndir: Tónlistaskólinn á Tröllaskaga