Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra, dags. 15.03.2019 þar sem lagt er til að Fjallabyggð greiði fundarmönnum skipuðum af sveitarfélaginu fyrir fundarsetu í Stjórn Síldarminjasafnsins ses, Stjórn Þjóðlagaseturs og Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar skv. nefndarlaunum 2019 og gilda um aðrar nefndir og starfshópa.

Lagt er til að sett verði í viðauka til að mæta þessum launum kr. 185.000.-
kr. 150.000.- á lykill 1191, við deild 21600
kr. 35.000.- á lykill 1890, við deild 21600

Bæjarráð samþykkir að greiða fundarsetu fyrir nefndarmenn í Stjórn Síldarminjasafnsins ses, Stjórn Þjóðlagaseturs og í stjórn Samfélags- og menningarsjóðs Siglufjarðar samkvæmt nefndarlaunum 2019 og samþykkir að vísa nefndarlaunum að upphæð kr. 185.000 í viðauka nr. 4/2019 við fjárhagsáætlun 2019 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.

Þjóðlagasetur

Þjóðlagasetur

 

Arion banki