• 225 gr smjör við stofuhita
  • 2/3 bolli hnetusmjör (ég notaði crunchy Peter Pan hnetusmjör)
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 egg
  • 2 tsk vanillusykur
  • 2 og 2/3 bolli hveiti
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • rúmlega 1/3 bolli Nutella

Hrærið saman smjör, hnetusmjör, sykur, púðursykur, egg og vanillusykur þar til blandan verður mjúk og kekkjalaus. Bætið hveiti, matarsóda og salti saman við og blandið vel. Setjið Nutella í klessum yfir deigið og dreifið því um með smjörhníf. Passið að Nutellað á ekki að blandast saman við deigið heldur að vera víðs vegar í deiginu. Kælið deigið í ískáp í 15 mínútur til að herða Nutellað.

Hitið ofninn í 180° og leggið smjörpappír á ofnplötu. Gerið kúlur úr deiginu og leggið á ofnplötuna. Þrýstið létt ofan á kúlurnar þannig að þær fletjist aðeins út. Bakið í miðjum ofni í 8-10 mínútur eða þar til þær fá fallegan lit og byrja að brúnast á köntunum.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit