Þátturinn verður sendur út beint frá Studíó 7 á Englandi frá kl. 17 í dag og þá mun Oskar Brown bjóða hlustendum FM Trölla í frábært tónlistarhlaðborð þar sem ný tónlist er í aðalhlutverki. Nokkrir eldri smellir fá nú samt að fljóta með og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  

Á meðal flytjenda í þættinum í dag eru: bresku rokkararnir Classless Act ásamt Justin Hawkins, bandaríska rokksveitin Eva Under Fire,  íslenska stuðsveitin Haukar, norska Eurovision þríeykið KEiiNO, kynþokkafulli stuðboltinn Love Guru, malasíska hljómsveitin Shadow Puppet Theatre,  írska tónlistarfjölskyldan The Mahers, og kristna rokksveitin We Are Messengers. 

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því. 

Plötuspilarinn er á FM Trölla alla föstudaga frá kl. 17:00 – 18:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is