Lokakeppni stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Bergi á Dalvík kl. 15 miðvikudaginn 27. apríl.

Þar kepptu fulltrúar Grunnskóla Fjallabyggðar, þær Sigurlaug Sturludóttir og Tinna Hjaltadóttir ásamt fulltrúum Grenivíkurskóla, Þelamerkurskóla, Hrafnagilsskóla, Árskógarskóla og Grunnskóla Dalvíkur.

Stúlkurnar stóðu sig með miklum sóma og það fór svo að Sigurlaug lenti í 2. sæti og Tinna í 3. sæti. 

Sigurvegarinn kom frá Grenivíkurskóla.

Mynd/Grunnskóli Fjallabyggðar