Í samantekt Hagstofunnar á íbúafjölda eftir sveitarfélögum sem birt var nýverið komu þau ánægjulegu tíðindi fram að íbúum í Húnaþingi vestra hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Ef litið er til breytingar á fjölda íbúa frá 1. desember 2021 til 1. september 2022 hefur íbúum fjölgað um 17, úr 1230 í 1247. Er Húnaþing vestra eina sveitarfélagið á Norðurlandi vestra þar sem íbúum fjölgar á því tímabili.

Ef litið er til fjölgunar frá 1. des 2019 til 1. september 2022 hefur íbúum í Húnaþingi vestra fjölgað um 37 manns, úr 1210 í 1247.

Hér að neðan má sjá töflu yfir íbúafjölda á Norðurlandi vestra á tímabilinu 1. desember 2019 til 1. september 2022.