Fyrsti fundur Leikfélags Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg menningarhúsi Fjallabyggðar mánudaginn 12. september klukkan 20:00.

Leikritið sem á að setja upp í ár er nýtt gaman- / sakamálaleikrit eftir Guðmund Ólafsson og heitir Birgitta kveður.

Leikfélagið óskar eftir fólki til að leika og starfa við sýninguna.

Eru þeir sem ætla að vera með innan sviðs sem utan beðnir að mæta á kynningarfundinn.

Leikstjóri og höfundur verksins Guðmundur Ólafsson verður á staðnum.