Jóhannes Bjarki Sigurðsson er miðaldra Hjalteyringur sem hefur það mottó að hafa gaman af lífinu.

Hann hefur búið á Akureyri öll sín fullorðinsár. Árið 2016 varð hann 41 árs, og ákvað að fara að syngja eftir að hafa sótt karaoke app í símann sinn.

Án þess að hafa neina reynslu eða bakgrunn úr tónlist lét hann gamlan draum rætast með því að byrja að læra á gítar árið 2018.

Árið 2020 kom svo í ljós að hann gæti samið lög og eru þau nú orðin 13.

Síðasta sumar fór Jóhannes með 2 lög í stúdíó til Hallgríms Jónasar Ómarssonar á Akureyri og var dundað við upptökur í nokkrar vikur.

Lögin heita Stuck sem Jóhannes samdi í mars 2022 og Endless Years sem hann samdi í nóvember 2021.

Þeir fengu bassaleikarann Stefán Gunnarsson og trommarann Valgarð Óla Ómarsson til að spila og Halli spilaði á gítara. Hann mixaði líka og masteraði lögin.

Nú eru bæði lögin komin út á Spotify og FM Trölli mun einnig spila lögin.