Frábært Sigló Hótel mót, það voru kjöraðstæður til að spila strandblak þann 1. ágúst, þegar Sigló Hótel strandsblaksmótið fór fram á strandblakvellinum á Siglufirði þann 1. ágúst við kjöraðstæður.

10 lið skráðu sig til leiks og komu þau víða að, þó flest hafi leikið á heimavelli.

Dregið var í tvær deildir og veitt vegleg verðlaun í þeim báðum.

Í fyrri deildinni sigruðu feðgarnir Einar Már og Skarpi sem skipuðu liðið ES og í öðru sæti urðu Tóti og Helga Hermanns, liðið þeirra kallaðist Eitthvað.

Í seinni deildinni voru það turnarnir Hermann og Eduard sem höfðu öruggan sigur og feðgarnir Óskar og Sebastían fengu silfrið.

Glæsileg verðlaun voru í boði, gisting á Hótel Sigló fyrir fyrsta sæti og út að borða á veitingastöðunum Sunnu og Kaffi Rauðu fyrir annað sætið.

Auk þess voru dregnir út happdrættisvinningar frá Siglufjarðar apóteki.

Meðfylgjandi myndir tók Eva Björk Ómarsdóttir.