Benecta Open var haldið í gær 18. ágúst og mættu 17 lið til leiks kl. 10:00 í rigningarúða og 6° hita.

Bleyta og nepja höfðu þó ekki áhrif á keppendur sem skemmtu sér vel og var það rætt á milli keppenda að völlurinn væri í góðu standi eftir þær miklu rigningar sem hafa staðið linnulaust yfir síðustu daga.

Kaffi og tertur voru svo í boði eftir verðlaunaafhendingu.

Hér að neðan má sjá úrslit mótsins.

1. sæti. Lið Við tvö. Jóhanna Þorleifsdóttir og Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson.
2. sæti. Lið Maó. Eiður Stefánsson og Hjörtur Sigurðsson.
3. sæti. Lið Team H&B. Þórveig Hulda Alfreðsdóttir og Björn Steinar Stefánsson.

Nándarverðlaun.

6. hola. Jóhann Már Sigurbjörnsson. 216 cm.
7. hola. Jóhanna Þorleifsdóttir. 52,5 cm.
9. hola. Haukur Óskarsson. 178 cm.

Lengsta upphafshögg á 8. holu.

Konur. Ása Guðrún Sverrisdóttir.
Karlar. Jóhann Már Sigurbjörnsson.

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Myndir (teknar á síma): Gunnlaugur Guðleifsson