Guðmundur sem við munum eftir úr hljómsveitinni Súellen sendi nýverið frá sér lag.
Lagið ber nafnið Skrifað í skýin og verður á 4. sólóplötu hans sem kemur út í október.

Lagið er mjög grípandi rokkari, kannski í ætt við Bruce að Bubba.

Textinn fjallar um að þó við förum alla leið, þá megum við ekki fara of langt.

Við getum málað himinn án þess að fljúga.

Sönn saga eins og alltaf hjá mér, samið til góðs drengs sem fór alla leið, meikaði það en fór svo of langt – yfir strikið.”

Guðmundur R syngur, raddar, forritar og spilar á rafgítar
Jón Ólafsson stýrir upptökum og spilar á hljómborð
Guðni Finns er á bassa
Arnar Gíslason á trommum
Bjarni Halldór Kristjánsson spilar á rafgítar
Addi 800 hljóðblandar og hljómjafnar.