Vöfflur

  • 4 egg
  • 6 dl sódavatn (án bragðefna)
  • 6 dl hveiti
  • 4 tsk lyftiduft
  • 4 msk sykur
  • 3/4 tsk salt
  • 200 gr smjör

Bræðið smjörið og látið það kólna. Hrærið eggjunum saman og bætið sódavatninu saman við. Blandið þurrefnunum saman og hrærið saman við eggjablönduna þar til blandan er kekkjalaus.

Hrærið að lokum smjörinu út í deigið. Ef þið hafið tíma þá er gott að láta deigið standa í kæli í  klukkutíma áður en þið bakið vöfflurnar.

Til að fá vöfflurnar vel stökkar að utan þá er gott að smyrja vöfflujárnið með smjöri áður en þær eru bakaðar.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit